Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferð sem farin
var 8. ágúst 2014. Þátttakendur voru 60 ára stúdentar úr MR ásamt
mökum. Farið var að Sólheimum í Grímsnesi, Friðheimum í Reykholti,
Brúarhlöðum, Geysi og Laugarvatni. Hópurinn snæddi miðdegisverð í
Friðheimum, tók sér staupastund síðdegis við Brúarhlöð og loks var
kvöldverður snæddur í gamla héraðsskólanum að Laugarvatni. |