Pálmi Ingólfsson - minningarorđ
Kynni okkar Pálma hófust í ágúst 1978 ţegar hann sótti um stöđu ađstođarmanns viđ Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans sem ég ţá veitti forstöđu. Í fyrstu snerist starf hans ađallega um eftirlit og umsjón međ segulmćlingastöđinni í Leirvogi, sem hann rćkti međ ágćtum. Minnist ég vikulegra ferđa međ Pálma í stöđina áriđ um kring í misjöfnum veđrum. Síđar varđ starf Pálma fjölbreytilegra. Ţegar Háskóli Íslands tók viđ útgáfu Almanaks Háskólans, sem Bókaútgáfa Menningarsjóđs og Ţjóđvinafélagsins hafđi áđur haft međ höndum, var ákveđiđ ađ Háloftadeild sći um sölu ţess og dreifingu til bóksala. Reyndist Pálmi liđtćkur viđ ţađ starf svo ađ um munađi. Pálmi var heilsuhraustur alla tíđ og lét sig aldrei vanta dag í vinnu, jafnvel ţótt honum yrđi stöku sinnum misdćgurt. Í ţau fjörutíu ár sem ég ţekkti hann leitađi hann aldrei til lćknis. Ţađ var ţví mikiđ og óvćnt áfall ţegar ég frétti ađ hann hefđi orđiđ bráđkvaddur, fáeinum dögum eftir síđasta fund okkar, en ţá hafđi ekki boriđ á neinu. Pálmi hafđi stundađ nám viđ tćkniskóla í Englandi (Middlesex Polytechnic) og lokiđ prófi ţađan, en ég hygg ađ hann hafi ekki veriđ sérlega áhugasamur um ţađ nám. Hćfileikar hans voru á öđrum sviđum og flestum duldir, ţví ađ hann var ekki félagslyndur. Ţađ leiđ ţví talsverđur tími ţar til ég gerđi mér grein fyrir ţví hve fróđur Pálmi var um margvísleg efni: sögu, bókmenntir, og hljómlist. Hann var víđlesinn og átti fjölda góđra bóka, mikiđ safn sígildra tónverka og einstakt frímerkjasafn. Hann átti mjög góđa myndavél, var natinn viđ ljósmyndun og tók prýđilegar landslags- og fuglamyndir. Utanferđir fór hann nokkrar, ţar af eina til Ráđstjórnarríkjanna áriđ 1981. Um ţá för ritađi hann bók ("Finnlandsstöđin") sem kom út á síđasta ári. Fađir Pálma, Ingólfur Pálmason magister, féll frá áriđ 1987. Eftir ţađ bjó Pálmi hjá móđur sinni, Huldu Gunnarsdóttur, og var henni til styrktar og ađstođar ţar til hún andađist í hárri elli áriđ 2014. Áriđ eftir gaf Pálmi út ćvisögu hennar undir heitinu "Ćvi alţýđustúlku". Pálma verđur saknađ af öllum sem kynntust honum. Ég og fjölskylda mín mátum vináttu hans mikils. Ađstandendum hans votta ég einlćga samúđ.
Ţorsteinn Sćmundsson
|