Óskar L. Įgśstsson, minningarorš

    Žaš mun hafa veriš įriš 1964 aš ég kynntist žeim öšlingsmanni, Óskari Lįrusar Įgśstssyni. Hann rak žį smķšaverkstęši įsamt öšrum manni, viš Hįaleitisbraut aš mig minnir. Ég žurfti į ašstoš aš halda viš aš endurnżja grindverk viš sumarbśstaš minn, og einhver góšur mašur vķsaši mér į Óskar. Um žetta leyti var ég aš taka viš umsjón og rekstri segulmęlinga-stöšvarinnar ķ Leirvogi, og vegna įgętrar reynslu af Óskari fékk ég hann til aš sjį um smķšar og višhald ķ stöšinni. Jafnframt tók hann aš sér aš hanna og smķša hśs fyrir noršurljósamyndavél sem sett var upp aš Eyvindarį viš Egilsstaši. Žaš hśs var vönduš smķš og hugvitsamleg. Žessar framkvęmdir  voru į vegum Ešlisfręšistofnunar Hįskólans.
   Žegar Raunvķsindastofnun hóf starfsemi įriš 1966 og tók viš verkefnum Ešlisfręšistofnunar, fór ég žess į leit viš Óskar aš hann geršist starfsmašur hinnar nżju stofnunar. Žaš varš śr, og tók Óskar aš sér aš vera umsjónarmašur hśssins viš Dunhaga og sinna žar smķšaverkefnum. Reyndist hann hin mesta hjįlparhella, bęši mér og öšrum starfsmönnum. Auk ferša til višhalds og nżsmķša ķ Leirvogsstöš ašstošaši Óskar mig viš segulmęlingar śti į landi, og į ég góšar minningar frį žeim feršalögum. Óskar var einstaklega ljśfur mašur ķ umgengni og gott aš eiga hann aš. Alltaf var hann bošinn og bśinn til aš veita ašstoš sķna žegar žess var žörf. Hans veršur saknaš af öllum sem žekktu hann. Fjölskyldu hans fęri ég innilegar samśšarkvešjur frį mér og Gušnżju konu minni.

                                                                           Žorsteinn Sęmundsson