Forsíđa Á Vísindavef Háskóla Íslands segir svo í svari viđ ţví hvers vegna sumardagurinn fyrsti sé haldinn hátíđlegur: "Í stćrstu dráttum var árinu skipt í tvö nćr jafnlöng misseri: Vetur
og sumar. Vetrarmisseriđ byrjađi alltaf á laugardegi og sumarmisseriđ á
fimmtudegi."
Í frjálsa alfrćđiritinu Wikipediu segir um gormánuđ ađ
fyrsta dag ţess mánađar (fyrsta vetrardag) beri upp á laugardag 21.-27.
október. Ţetta er ekki rétt. Í undantekningartilvikum (í svokölluđum rímspillisárum) ber vetrarkomu upp á 28. október,
og er ţađ síđasta mögulega dagsetningin. Sams konar villa er í köflunum um
ţorra og góu Ţar eru seinustu dagsetningar sagđar vera 25. janúar
og 24. febrúar. Munar ţar aftur einum degi ţví ađ bóndadagur getur falliđ á 26.
janúar og konudagur á 25. febrúar ef áriđ á undan er rímspillisár. Rímspillirinn
veldur ţví ađ mögulegar dagsetningar verđa átta en ekki sjö. Athygli vekur ađ í
kaflanum um gormánuđ er rétt fariđ međ dagsetningarnar í gamla stíl (júlíanska
tímatalinu) og eru dagarnir ţar taldir átta eins og vera ber. Í kaflanum um
ţorra eru dagsetningarnar hins vegar of fáar, bćđi í gamla stíl og nýja
stíl. |