Forsíđa
 
Ónákvćmni á frćđslusíđum

   Á Vísindavef Háskóla Íslands segir svo í  svari viđ ţví hvers vegna sumardagurinn fyrsti sé haldinn hátíđlegur:

   "Í stćrstu dráttum var árinu skipt í tvö nćr jafnlöng misseri: Vetur og sumar. Vetrarmisseriđ byrjađi alltaf á laugardegi og sumarmisseriđ á fimmtudegi."

   Ţetta er ekki alls kostar rétt. Eins og segir í Almanaksskýringum tíđkađist um alllangt skeiđ ađ telja veturinn hefjast á föstudegi. Ţegar skipt var um tímatal á Íslandi áriđ 1700 var ţetta beinlínis lögfest.

   Í frjálsa alfrćđiritinu Wikipediu segir um gormánuđ ađ fyrsta dag ţess mánađar (fyrsta vetrardag) beri upp á laugardag 21.-27. október. Ţetta er ekki rétt. Í undantekningartilvikum (í svokölluđum rímspillisárum) ber vetrarkomu upp á 28. október, og er ţađ síđasta mögulega dagsetningin. Sams konar villa er í köflunum um  ţorra og góu Ţar eru seinustu dagsetningar sagđar vera 25. janúar og 24. febrúar. Munar ţar aftur einum degi ţví ađ bóndadagur getur falliđ á 26. janúar og konudagur á 25. febrúar ef áriđ á undan er rímspillisár. Rímspillirinn veldur ţví ađ mögulegar dagsetningar verđa átta en ekki sjö. Athygli vekur ađ í kaflanum um gormánuđ er rétt fariđ međ dagsetningarnar í gamla stíl (júlíanska tímatalinu) og eru dagarnir ţar taldir átta eins og vera ber. Í kaflanum um ţorra eru dagsetningarnar hins vegar of  fáar, bćđi í gamla stíl og nýja stíl. 

   Í köflunum um gormánuđ, ţorra og góu er vitnađ í bókina Sögu daganna sem heimildar, en í  svarinu á Vísindavefnum  er vitnađ til höfundar sömu bókar. Ađ líkindum stafa villurnar af fljótfćrni,  ţví ađ höfundurinn hafđi almanaksskýringarnar undir höndum ţegar hann ritađi sína bók, og sjást ţess reyndar nokkur merki.

  
Ţ. S. 6. maí 2013