"Vopnin kvödd" Eftirfarandi frásögn birtist í Morgunblaðinu 28. september 2006. Fagna herlausu landiBrottför fagnað. Yfirskrift hátíðarhalda Þjóðarhreyfingarinnar á sunnudag er Vopnin kvödd. "VIÐ ætlum að halda það hátíðlegt að herinn er að fara brott og 1. október verður landið herlaust í fyrsta sinn í 66 ár," segir Ólafur Hannibalsson, einn forsvarsmanna Þjóðarhreyfingarinnar en á blaðamannafundi í gær var kynnt dagskrá almenns borgarafundar og hátíðarhalda sem Þjóðarhreyfingin stendur að á NASA við Austurvöll á sunnudag. Tilefnið er að þá verður erlendur her farinn frá Íslandi. Ólafur sagði að vera hersins hefði undanfarna áratugi klofið þjóðina gersamlega í fylkingar. Ákveðinn minnihluti hefði alla tíð barist gegn veru hersins en "svo var stór, þögull meirihluti sem aldrei var sáttur við dvöl hersins hér og hlýtur að fagna því þegar þeir losna við hann. Meðal annars af því tilefni hefur Matthías Johannessen ort kvæði sem verður frumflutt á þessari hátíð, en kvæðið nefnir hann 1. október. Ég held að það gefi vel til kynna að jafnvel þeir sem sættu sig við dvöl hersins en töldu hann illa nauðsyn, þeim léttir núna. Við teljum þess vegna fulla ástæðu til þess að skapa vettvang fyrir fólk til að sýna þennan fögnuð sinn og láta hann í ljós. Helst vildum við að landsmenn allir héldu upp á daginn með því að flagga þennan dag," sagði Ólafur. (Tilvitunun lýkur) Undirstrikuðu orðin sýna að Ólafur lætur sem undirskriftasöfnun Varins lands hafi aldrei farið fram. Framhaldið sýnir að hann er ekki að tala um þá sem töldu veru hersins illa nauðsyn.
|