Baráttan fyrir jöfnun kosningaréttar |
Árið 1972 var samþykkt þingsályktunartillaga á
Alþingi um myndun stjórnarskrárnefndar
til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og var sjö
manna nefnd
kosin af Alþingi til að sinna því verki. Tíu árum síðar bárust fréttir af
því að starfi þessarar nefndar væri senn lokið og frumvarps væri að
vænta. Af því tilefni tóku nokkrir einstaklingar sig til og sömdu þá
áskorun til nefndarinnar sem hér er sýnd.
Þessi áskorun var afhent Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra 28.
október 1982. Það væri synd að segja að Gunnar hafi tekið framtakinu
vel. Hann var afar þungbúinn þegar hann tók við plagginu í
Alþingishúsinu. Síðar kom á daginn að ekki hafði náðst samstaða á
þingi um
endanlegar tillögur í stjórnarskrármálinu og lagði Gunnar fram
frumvarp í eigin nafni. En meira um það síðar. Blaðamannafundinum voru gerð góð skil í fjölmiðlum eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. |
Daginn eftir blaðamannafundinn kom Þorvarður Elíasson fram í
Kastljósi sjónvarpsins þar sem fjallað var um málið. Sama dag
birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ragnar Ingimarsson með
fyrirsögninni:
"Landið eitt kjördæmi. Hvers vegna ekki?" Fyrir
fundinn höfðu Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt látið
prenta dreifibréf það sem hér er sýnt:
|
Af dreifibréfinu eru tvær útgáfur. Í annarri er
sögulegt yfirlit.
Í hinni er listi yfir fjárhagslega stuðningsaðila. Í Morgunblaðinu 3. febrúar birtist grein eftir Þorvald Búason með fyrirsögninni "Hvað sagði Bjarni Benediktsson um jafnan kosningarétt?" Önnur grein eftir Þorvald birtist í DV 11. febrúar undir fyrirsögninni "Þögn þingmanna og skeytingarleysi". Þriðja grein Þorvalds bar fyrirsögnina "Villandi samanburður". Sú birtist í Morgunblaðinu 23. febrúar. |
Þegar vika var liðin af febrúar hafði 4500 seðlum verið skilað inn.
Úrvinnsla seðlanna fór fram í húsnæði Hagtryggingar við Suðurlandsbraut þar
sem Valdimar J. Magnússon var framkvæmdastjóri og Ragnar Ingimarsson í
stjórn. Unnið var sleitulaust frá 13. til 26. febrúar og allar
undirskriftir kannaðar með sama hætti og gert hafði verið við
undirskriftasöfnun Varins lands. Eiginkonur og börn forgöngumanna tóku þátt
í vinnunni. Af öðrum sem aðstoðuðu má nefna Svein Eiríksson
slökkviliðsstjóra í Keflavík, sem vann við dreifingu, og Stefán Sæmundsson,
sem vann við tölvuskráningu nafna. Hinn 25. febrúar lagði Gunnar Thoroddsen
fram frumvarp sitt um breytingar á stjórnarskrá og þar með á kosningalögum.
Daginn eftir lauk talningu dreifibréfa. Þá höfðu safnast 15037 atkvæði en af
þeim töldust 14968 gild. 90% þátttakenda vildu jafna kosningaréttinn að
fullu. Eins og við var að búast var þátttakan mest í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi (16% af þeim sem voru á kjörskrá) en minna úr öðrum
kjördæmum (tæplega 1%).
Sama dag, 8. mars, komu þeir Geir Hallgrímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins og Davíð Oddson borgarstjóri til fundar við
forgöngumennina. Ljóst var að báðir höfðu áhyggjur af hugsanlegu framboði
sem myndi skaða Sjálfstæðisflokkinn. Þremur dögum síðar kom Jón Baldvin
Hannibalsson til fundar, en hann hafði átt sæti í fyrrnefndri
stjórnarskrárnefnd.
Þessi þróun mála hefur ekki verið Þorvarði Elíassyni að skapi, því að hann sagði skilið við hópinn næsta dag (19. mars). Reyndar voru fleiri í hópnum höfðu efasemdir um að árangur gæti náðst vegna andstöðu þingmanna sem höfðu hagsmuna að gæta. Ekki varð af framboði og hin nýju samtök urðu aldrei virk. Þ.S. 28.10.21 |