Grasagrúsk Veturinn 1949-1950 var ég nemandi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Öldugötu í Reykjavík og las þá undir svonefnt Landspróf sem var inntökupróf í menntaskóla á árunum 1946-1976. Meðal námsgreina var náttúrufræði sem Ingólfur Davíðsson mag. scient. kenndi. Ingólfur var grasafræðingur, og námsbókin í fræðigrein hans var Plönturnar eftir Stefán Stefánsson, fjórða útgáfa, endurskoðuð af Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Eins og tíðkaðist í flestum greinum voru okkur settar fyrir nokkrar síður í senn, sem fjallað skyldi um í hverjum kennslutíma. Ég gerði mitt besta til að læra fyrir hvern tíma, en ég man að mér þótti þetta þrautleiðinlegt efni. Ekki var það kennarans sök, því að Ingólfur var góður leiðbeinandi í faginu. Um vorið fengum við upplestrarfrí, og þá hlaut ég að lesa kennslubókina í heild. Við það fékk ég allt aðra innsýn í efnið og fannst það býsna áhugavert. Varð það til þess að ég fór að kynna mér blóm á víðavangi um sumarið. Studdist ég þá við bókina Flóru Íslands eftir Stefán Stefánsson, en þá bók höfðu foreldrar mínir fært mér í afmælisgjöf vorið 1949.
Langt er nú liðið síðan þetta gerðist, og ég var búinn að steingleyma þessu
grasagrúski mínu þegar ég rakst á nokkur vélrituð blöð sem legið höfðu í skáp í
sumarbústað fjölskyldunnar. Við lesturinn varð ég undrandi á því hversu natinn
ég hefði verið við þessa iðju, 15 ára unglingur. Engar litmyndir eru í Flóru
Íslands, svo að plöntugreiningin hefur verið fremur seinleg, þótt allt væru þetta
algengar plöntur. Hvort ég hef alltaf ratað
á rétta niðurstöðu skal ósagt látið. Í bók Áskels Löve, Íslensk ferðaflóra, sem Almenna bókafélagið
gaf út, segir höfundur að latnesk tegundaheiti í eldri bókum séu um margt úrelt,
og á það sjálfsagt við sumt sem ég hef skráð, því að ég studdist við Flóru
Íslands eins og fyrr er sagt. Nú á dögum er mögulegt finna
myndir af öllum algengum plöntum á veraldarvefnum, og ætla ég að setja hér inn myndir af þeim jurtum sem ég taldi mig hafa fundið
á sínum tíma. Fundarstaðina hef ég skráð, en plöntur þessar finnast flestar um
allt land. 1. Hófsóley (Við Langárfoss) 2. Holtasóley (Við Langárfoss) 3. Þúfusteinbrjótur (Við Langárfoss) 4. Vegarfi (Afbrigði? Við Langárfoss) 5. Brennisóley (Við Langárfoss) 6. Silfurmaríustakkur (Við Langárfoss) 7. Túnfífill (Við Langárfoss) 8. Hrafnaklukka (Við Langárfoss) 9. Grávorblóm (Við Langárfoss) 10. Túnsúra (Við Langárfoss) 11. Svæfla (Burnirót. Á Kópavogshálsi) 12. Lambagras (Á Kópavogshálsi) 13. Ljónslappi (Á Kópavogshálsi) 14. Geldingahnappur (Á Kópavogshálsi) 15. Kattarauga (Gleym-mér-ei. Á Kópavogshálsi) 16. Blóðberg (Á Kópavogshálsi) 17. Lyfjagras (Á Kópavogshálsi) 18. Ljósberi (Á Kópavogshálsi) 19. Melskriðnablóm (Á Kópavogshálsi) 20. Músareyra (Á Kópavogshálsi) 21. Njóli (Á Kópavogshálsi) 22. Holurt (Flugnablóm. Á Kópavogshálsi) 23. Grasvíðir (Á Kópavogshálsi) 24. Jakobsfífill (Í Bessastaðahrauni) 25. Gullmura (Í Bessastaðahrauni) 26. Týsfjóla (Í Bessastaðahrauni) 27. Baldursbrá (Í Fossvogi) 28. Engjarós (Við Elliðaár) 29. Silfurmura (Í Fossvogi) 30. Helluhnoðri (Í Tíðaskarði) 31. Klappadúnurt (Í Tíðaskarði) 32. Mýradúnurt (Í Hvalfirði) 33. Hvítsmári (Í Hvalfirði) 34. Flagahnoðri (Í Hvalfirði) 35. Vegarfi (Í Leirársveit) 36. Skriðsóley (Í Leirársveit) 37. Þrenningargras (Þrenningarfjóla. Í Langadal) 38. Fjalldrapi (Á Vaðlaheiði) 39. Krækiberjalyng (Á Vaðlaheiði) 40. Bláberjalyng (Á Vaðlaheiði) 41. Flagahnoðri (Afbrigði? Við Eyjafjörð) 42. Hvítmaðra (Við Eyjafjörð) 43. Lokasjóðsbróðir (Smjörgras. Á Vaðlaheiði) 44. Limur (Sauðamergur. Á Vaðlaheiði) 45. Dýragras (Í Vaglaskógi) 46. Blágresi (Storkablágresi. Í Vaglaskógi) 47. Barnarót (Í Vaglaskógi) 48. Friggjargras (Í Aðaldal) 49. Gulmaðra (Í Aðaldal) 50. Vallhumall (Í Aðaldal) 51. Blákolla (Í Aðaldal) 52. Klukkublóm (Við Laxamýri) 53. Lindadúnurt (Við Laxamýri) 54. Heiðadúnurt (Við Laxamýri) 55. Mýrasóley (Við Laxamýri) 56. Kornsúra (Við Laxamýri) 57. Grávíðir (Við Laxamýri) 58. Loðvíðir (Við Laxamýri) 59. Gulvíðir (Í Ásbyrgi) 60. Steindepla (Í Ásbyrgi) 61. Aðalbláberjalyng (Í Aðaldalshrauni) 62. Einir (Í Ásbyrgi) 63. Eyrarrós (Við Svalbarðsá) 64. Mosasteinbrjótur (Við Svalbarðsá) 65. Stjörnusteinbrjótur (Við Svalbarðsá) 66. Bláklukka (Við Svalbarðsá) 67. Birkifjóla? (Á Reykjaheiði) 68. Maríuvöndur (Í Vatnsdal) 69. Hjartarfi (Í Vatnsdal) 70. Augnfró (Við Núpstún, Hrunamannahreppi) 71. Krossmaðra (Við Núpstún) 72. Gullbrá (Við Núpstún) 73. Hrútaberjalyng (Við Núpstún) 74. Mjaðjurt (Við Núpstún) 75. Skriðuhnoðri (Við Núpstún) 76. Hlíðamaríustakkur (Við Núpstún) 77. Jarðarberjalyng (Við Núpstún) 78. Tungljurt (Við Núpstún) 79. Haugarfi (Við Núpstún) 80. Skurfa (Við Núpstún) 81. Lambaklukka (á Flúðum) 82. Skeggsandi (Í Reykjavík) 83. Brjóstagras (Í Reykjavík)
84. Fjalldalafífill (Við Núpstún) |
Þ.S. ágúst 2017. |