Flugsaga
 

    Hér fylgir yfirlit um þrjátíu ára flugsögu mína. Lýst er öllum flugferðum út á land, en æfingaflugi á Reykjavíkursvæðinu er sleppt. Hér koma nokkrar myndir sem snerta þessa sögu.

Mynd frá 1968, skömmu eftir einkaflugmannsprófið

Elíeser Jónsson, forstjóri Flugstöðvarinnar (flugskólans)

 

Flugkennarar mínir, talið frá vinstri:
Eyólfur Hauksson, Marinó Þ. Jónsson og Pétur Valbergsson 

Ein algengasta sjón í fluginu, við lendingu í Reykjavík

Unnið við flugskýli 21. Eigendur TF-FET reistu það sjálfir. Vinnan hófst 1978 og henni lauk 1980. Af vinnunni er mér minnistæðast að ég braut við hana framtönn sem kostaði 180 þús. að lagfæra.

TF-FET við flugskýlið

Á myndinni sjást sex af upprunalegum eigendum TF-FET. Talið frá hægri: Ólafur Jónsson, Grétar Ágústsson, Eyþór Fannberg, Birgir Halldórsson,  Þorsteinn Sæmundsson og Ágúst Jósefsson. Sjöundi eigandinn, Kristján Sturlaugsson, tók myndina. Lengst til vinstri standa Ragnar Ingimarsson og sonur.
 Flugvélin og eigendahópurinn gengu undir nafninu "Mjallhvít og dvergarnir sjö".

Þegar flogið er yfir landið ber margt fyrir augu, tilkomumiklir jöklar, vötn og tindar. Ein eftirminnilegasta sjón úr mínu flugi er hraunið umhverfis Lakagíga. Gígarnir mynduðust í Skaftáreldum 1783-1784.

             

Önnur mynd af Lakagígum

Snæfellsjökull



Önnur mynd af Snæfellsjökli

Þ.S.  29.7. 2023

  Forsíða