|
Þetta var séra Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup. Vorið1975, þegar
málaferlin voru mjög til umræðu í dagblöðum, átti ég viðtal við biskup á
skrifstofu hans. Erindi mitt var að fá álit hans á vali og orðalagi messutexta
sem ég hugðist taka upp í Almanak Háskólans eftir nokkurra ára hlé. Málaferlin
voru alls ekki til umræðu, og það hefði ekki hvarflað að mér að minnast á þau.
En þegar við kvöddumst sá biskup ástæðu til að viðhafa þau ummæli sem hér var
getið. Að sjálfsögðu þótti mér vænt um að heyra að hann hefði skipt um skoðun í
varnarmálunum, en við ræddum þau mál ekki frekar. |