Tíu ára afmælis Varins lands var
minnst í Morgunblaðinu 21. mars 1984 með ýtarlegri frásögn og forystugrein.
Efni þetta er aðgengilegt á vefnum undir
www.timarit.is. Sagt er frá því að kistillinn með undirskriftunum hafi
verið sóttur á lögreglustöðina í Reykjavík og færður í Alþingishúsið þar sem
innsigli var rofið og bækurnar sýndar og ljósmyndaðar. Þarna kemur ýmislegt
fram sem ekki er skráð annars staðar, svo sem um breytt viðhorf Ólafs
Jóhannessonar fyrrum forsætisráðherra. Þá er getið góðra manna sem lögðu
fram vinnu sína fyrir undirskriftasöfnunina endurgjaldslaust. Þeirra á meðal
voru Garðar Sigurðsson hjá Borgarprenti, sem annaðist prentun
undirskriftalistanna, og þeir Magnús Brynjólfsson og Magnús Ó. Magnússon sem
sáu um bókband og frágang fyrir afhendingu listanna. Morgunblaðsgreininni
fylgdi eftirfarandi mynd sem tekin var á heimili Þórs Vilhjálmssonar í
febrúar 1984.
Á myndinni sjást, talið frá
vinstri: Sett á vefsíðu 13. apríl 2009. Þorsteinn Sæmundsson |